137. löggjafarþing — 38. fundur,  10. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[18:51]
Horfa

Forseti (Þuríður Backman):

Áður en fleiri þingmenn taka til máls um fundarstjórn forseta vill forseti fara yfir það sem fram hefur komið. Fyrr í dag, við upphaf þingfundar, var það samþykkt af þingheimi, þ.e. gefin heimild samkvæmt 4. mgr. 10. gr. þingskapa, að halda áfram fundi fram eftir kvöldi eftir klukkan átta. Eins var fundur með þingflokksformönnum í dag þar sem farið var yfir dagskrá þingsins og tillaga kom fram um að halda þingfund á morgun. Lyktir hafa orðið þær að halda þingfund á morgun. Þannig standa málin núna.