137. löggjafarþing — 39. fundur,  11. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[14:49]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég óskaði eftir því að hæstv. utanríkisráðherra svaraði þessari spurningu síðar í þessari umræðu vegna þess að hæstv. utanríkisráðherra skrifaði fjölmargar greinar og flutti fjölmargar ræður um það í þinginu í vor hversu fylgjandi Sjálfstæðisflokkurinn væri þjóðaratkvæðagreiðslum.