137. löggjafarþing — 43. fundur,  14. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[17:21]
Horfa

menntamálaráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Orðið „mannréttindi“ er náttúrlega notað á mjög víðtækan hátt í pólitískri umræðu og er í raun og veru mjög erfitt að átta sig á því hvað það orð þýðir. En já, ég held að Ísland uppfylli helstu skilyrði réttarríkisins um mannréttindi eins og ég kýs að horfa á það. Ég hef viljað nýta þetta orð, mér finnst þetta mjög dýrmætt orð og það skiptir máli hvernig við notum það. Það er mjög mikilvægt að við berum áfram virðingu fyrir þessu orði þannig að ég held að Ísland geti áfram verið stolt af því að vera lýðræðisríki sem ber virðingu fyrir mannréttindum, já.