137. löggjafarþing — 43. fundur,  14. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[17:25]
Horfa

menntamálaráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það sem kom fram í þessu séráliti var að hugsanlega gæti það þjónað hagsmunum Íslands betur en ESB að þróa EES-samninginn áfram í átt til einfaldari tvíhliða ramma um viðskipti og atvinnumál. Það var ekki minnst á að segja sig úr EES-samningnum eða annað slíkt, og ég er að vitna beint í sérálitið.

Hins vegar eins og ég benti á áðan í fyrra svari mínu þá var það áhersla landsfundar flokksins síðast, flokksráðsfunda, að það skipti líka máli að fá lýðræðislega niðurstöðu í mál. Ég vil því bara segja það að sú tillaga sem hér liggur fyrir þjónar því að setja þetta mál í þann farveg. Hún snýr ekki að því að þróa EES-samninginn í átt að tvíhliða samningi þannig að ég svari því bara beint.