137. löggjafarþing — 43. fundur,  14. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[20:43]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (Vg) (andsvar):

Jú, ég get tekið undir að það er dálítið sérstakt að skera við nögl og leggja áherslu á það í nefndaráliti að beitt verði ýtrustu aðhaldsaðgerðum og ekki notaðir aðkeyptir sérfræðingar og sparað alveg eins og hægt er þegar verið er að semja um fullveldisafsal. Ég hefði talið að eðlilegast í þessu væri einfaldlega að spara þessar þúsund milljónir, halda fullveldinu og hætta þessu djöfuls rugli. Þú afsakar orðbragðið, frú forseti.