137. löggjafarþing — 44. fundur,  15. júlí 2009.

þingfundur, nefndafundir og upplýsingar varðandi ESB-aðild.

[10:39]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F):

Frú forseti. Ég kem hérna upp líka til þess að gera athugasemdir við fundarstjórn forseta. Í gærkvöldi upplýst að hérna mundi þingfundur hefjast um tíuleytið og þá var einmitt á vefnum boðaður fundur í utanríkismálanefnd klukkan 10.15. Ég hélt að það væri vinnuregla hér á þinginu að ekki væri boðað til þingfundar á sama tíma og nefndarfundir standa eða öfugt.

Síðan var líka upplýst — að vísu ekki í gegnum minn þingflokksformann enda held ég að það hafi verið ég sem hafi upplýst hann um það — að það væri búið að taka af fasta nefndatíma þannig að þær nefndir sem væru sem sagt með fasta fundartíma hefðu ekki lengur þá fundartíma. Mér finnst algjörlega óásættanlegt þegar mál liggja fyrir nefndum að menn skuli ekki halda sig við þá fundartíma og virðist þetta ekki hafa verið gert í sátt hérna á þinginu, þ.e. að taka þessa ákvörðun heldur virðist þetta vera einhliða ákvörðun forseta.