137. löggjafarþing — 44. fundur,  15. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[14:09]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það hryggir mig að hv. þm. Þráinn Bertelsson virðist ætla að skipa sér í hóp þeirra manna sem virðast hafa Sjálfstæðisflokkinn á heilanum en það er svo sem ágætt ef hann segir það beint út og það er þá alveg á hreinu.

Mig langar að spyrja hv. þingmann, af því að hann talaði mikið um þjóðaratkvæðagreiðslur, hvort hann hyggist þá ekki styðja tillögu sjálfstæðismanna, þ.e. tillögu þeirra Bjarna Benediktssonar og Þorgerðar Katrínar, a.m.k. seinni hluta hennar þar sem gert er ráð fyrir að þjóðaratkvæðagreiðslan verði bindandi þannig að það sé alveg ljóst að það er þjóðin sem fær að hafa síðasta orðið, en þannig er ekki tillaga ríkisstjórnarinnar. Þar er gert ráð fyrir ráðgefandi skoðanakönnun meðal þjóðarinnar en tillaga sjálfstæðismanna gengur út á að hafa þjóðaratkvæðagreiðsluna bindandi og ég óska eftir því (Forseti hringir.) að þingmaðurinn upplýsi okkur um afstöðu sína í því máli.