137. löggjafarþing — 45. fundur,  16. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[13:37]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Bhr):

Frú forseti. Eins og ég sagði áðan er ég ekki á móti aðildarviðræðum en mér finnst forgangsröðunin á Íslandi í dag vera á algerum villigötum. Það hafa ekki verið tekin nein mál fyrir sem tryggja það að hér verði lækkaðir stýrivextir, að það sé gert eitthvað fyrir fjölskyldurnar í landinu. Nei, það er bara talað um ESB og Icesave. Hvernig væri nú að við mundum gera eitthvað annað á þessu sumarþingi og frestuðum Icesave fram á haust og tryggjum það að hér verði gert eitthvað í alvörunni fyrir fjölskyldurnar í landinu. Ég er búin að fá nóg. Þetta er svo mikið kjaftæði að mér er bara illt. Mér er illt að horfa upp á ofbeldið sem ég hef horft upp á hérna, á ákveðna þingmenn hér í húsinu. Þetta er ógeðslegt. Ég segi nei.