137. löggjafarþing — 51. fundur,  13. ág. 2009.

tekjuskattur.

166. mál
[11:12]
Horfa

Siv Friðleifsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég fagna því frumvarpi sem hér kemur fram en ég vil nýta þetta andsvarsform til þess að fá upplýsingar um tvennt: Það er í fyrsta lagi að frumvarpið er lagt fram sem svar við því ástandi sem nú ríkir, verið er að reyna að kyrrsetja hér eignir ef menn reyna að koma þeim undan í skattalegu tilliti. Ég skil frumvarpið þannig að það er ekki tímabundið, verið er að gera breytingar sem munu gilda til lengri tíma. Er það ekki réttur skilningur hjá mér að þetta sé ekki frumvarp sem falli úr gildi þegar búið er að gera upp bankahrunið?

Í öðru lagi vil ég gjarnan fá að heyra hjá hæstv. fjármálaráðherra hvort við séum með þeirri breytingu sem hér er verið að leggja til að ganga lengra en Norðurlöndin. Hafa Norðurlöndin núna svona heimildir? Erum við að ná þeim eða erum við að fara fram úr þeim, erum við að ganga lengra vegna þeirrar stöðu sem hér er uppi eftir að bankarnir hrundu?