137. löggjafarþing — 55. fundur,  20. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[17:35]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Jú, ég held að þetta sé hárrétt athugað hjá hv. þm. Guðlaugi Þór Þórðarsyni. Það er merkilegt að sök Samfylkingarinnar í málinu eða ábyrgð hennar hefur ekki farið hátt. Þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar var mynduð voru Icesave-reikningarnir svokölluðu eða þessir innlánstryggingarreikningar erlendis brotabrot og ekki stafaði nokkur hætta af þeim. Vöxturinn varð allur undir ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks þar sem Samfylkingin fór með bankamálin, þ.e. hafði eftirlit með viðskiptabönkunum og var yfir Fjármálaeftirlitinu.

Síðan er staðið í ræðustól Alþingis og hrópað að þetta sé allt (Forseti hringir.) Sjálfstæðisflokknum að kenna. Það er flótti frá raunveruleikanum.