137. löggjafarþing — 56. fundur,  21. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[11:38]
Horfa

Atli Gíslason (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég útiloka það ekki að Hollendingar og Bretar telji þetta gagntilboð, ég útiloka það ekki. Ég tel hins vegar mun minni líkur á því en meiri. Það er mitt mat og það eru eingöngu næstu vikur og mánuðir sem munu skera úr því. Ég ítreka það sjónarmið sem ég setti fram áðan að væri óskynsamlegt hjá Bretum og Hollendingum þegar fyrirvararnir eru settir til að við getum staðið við skuldbindingar okkar að snúast gegn okkur. Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því. Nú kemur í ljós eftir kannski einn til tvo mánuði hvor okkar hefur rétt fyrir sér. Ég vona að spá hv. þm. Höskuldar Þórhallssonar rætist ekki, ég verð að segja það alveg eins og er.