138. löggjafarþing — 6. fundur,  13. okt. 2009.

almenn hegningarlög.

16. mál
[18:41]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vildi spyrja ráðherra hvort það væri ekki rétt munað hjá mér að refsiréttarnefnd hefði samið frumvarpið sem upphaflega var lagt fram, með þeim ákvæðum sem um var að ræða varðandi hryðjuverk og hvatningu til hryðjuverka og hvort með því að leggja fram þær tillögur hafi þáverandi ráðherra og ráðuneytið ekki talið að það væri að fylgja eftir samþykktum Evrópuráðsins um viðkomandi efni.