138. löggjafarþing — 13. fundur,  22. okt. 2009.

tilhögun þingfundar.

[10:30]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Áður boðuð umræða utan dagskrár í dag, um skort á forgangsröðun í heilbrigðisþjónustunni, fellur niður vegna veikinda heilbrigðisráðherra.

Forseti vill geta þess að gert er ráð fyrir klukkutímamatarhléi um kl. 12.30 til 13.30.

Þrátt fyrir ákvæði 4. mgr. 10. gr. þingskapa um lengd þingfunda er það tillaga forseta að þingfundur geti staðið lengur í dag en til kl. 8 í kvöld. Ef ekki er óskað eftir atkvæðagreiðslu um tillögu forseta skoðast hún samþykkt.