138. löggjafarþing — 13. fundur,  22. okt. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[11:41]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hæstv. fjármálaráðherra kom í þennan ræðustól og viðurkenndi algjöra uppgjöf stjórnvalda í málinu. Gott og vel. Það sem ég tel hins vegar hafa verið ómaklegt og lítilmannlegt er að kenna öllum öðrum en sér sjálfum um þá niðurstöðu sem við munum glíma við á næstu dögum og vikum.

Stjórnvöld síðasta haust samþykktu ekki Icesave-samningana. Það lá fyrir í fjárlaganefnd og hér fyrir framan mig situr fyrrverandi hæstv. viðskiptaráðherra. Hans orð ber ekki að túlka þannig að við höfum á þeim tíma samþykkt Icesave-samningana.

Við skulum hafa eitt í huga, hæstv. fjármálaráðherra lagði hér fyrir þingið í vor einhverja glæsilegustu niðurstöðu, eins og hann orðaði það sjálfur. En hvað? Auðlindir okkar voru settar að veði, hluti af gjaldeyrisvaraforða (Forseti hringir.) þjóðarinnar.