138. löggjafarþing — 18. fundur,  3. nóv. 2009.

dómstólar.

100. mál
[17:08]
Horfa

Steinunn Valdís Óskarsdóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég er ekki viss um að hv. þingmaður hefði þurft að bera þessa spurningu fram ef hann hefði hlustað grannt eftir ræðu minni áðan því að ég tók það sérstaklega fram að ég teldi koma mjög vel til greina að það væri löggjafarvaldið sjálft sem ákvæði þessa skipan mála en ekki dómstólaráð. Ég vek athygli á því að frumvarpið er samið á vegum réttarfarsnefndar að beiðni dóms- og mannréttindaráðuneytisins þannig að þetta eru hugmyndir sem koma þaðan til ráðuneytisins, ganga síðan til allsherjarnefndar. Sú sem hér stendur og varaformaður nefndarinnar hafa sagt það í þessari umræðu að okkur finnist báðum koma til greina að endurskoða þetta. Ég vona að þar með hafi ég svarað spurningu þingmannsins.