138. löggjafarþing — 22. fundur,  10. nóv. 2009.

fundarstjórnarumræða og dagskrá fundarins.

[14:29]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S):

Frú forseti. Ég vildi bara koma hér aftur til að forðast allan misskilning vegna orða hv. þingmanns Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur. Ég var ekki að væna frú forseta eða þann forseta sem þá var í forsetastól um að gæta ekki jafnræðis í því að hún tæki því persónulega þegar þingmenn gerðu athugasemdir við fundarstjórn forseta. Þvert á móti held ég að frú forseti taki því jafnpersónulega af hálfu allra sem gera athugasemdir við fundarstjórn forseta. Ég vildi koma þessu hér á framfæri vegna þess að ég var ekki að væna frú forseta um að gæta ekki jafnræðis.