138. löggjafarþing — 29. fundur,  19. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[23:16]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég tek undir að það er eiginlega ekki Alþingi sæmandi að ræða svona stórt mál rétt undir miðnætti, það er bara ekki sæmandi. Fyrir utan það sem hér hefur komið fram um ráðherrana sagði hæstv. fjármálaráðherra, síðast í gær að ég held, að staðan væri betri vegna þess að Landsbankinn gæti borgað meira, hann gæti borgað 95%. Hann hafði bara ekkert áttað sig á því að Landsbankinn gat borgað meira vegna þess að krónan hefur fallið frá 22. apríl. Hann skilur þetta ekki, herra forseti.

Mér finnst mjög mikilvægt að ráðherrarnir, allir sem einn, mæti hérna og reyni að skilja málið áður en þeir hvetja Alþingi til að samþykkja þetta.