138. löggjafarþing — 30. fundur,  24. nóv. 2009.

vísun Icesave aftur til nefndar.

[20:05]
Horfa

Forseti (Ragnheiður Ríkharðsdóttir):

Forseti mun gera ráðstafanir til að kalla ráðherra í þingsal. Forseti áréttar líka að dagskrá þingsins hefur legið fyrir frá því á föstudag þannig að hún ætti að vera ljós öllum þingmönnum. Í þriðja lagi bendir forseti á að fjárlaganefnd, 1., 2. og 3. minni hluti og meiri hluti, hefur skilað áliti til þingsins og umræðan er hér samkvæmt þinglegri meðferð.