138. löggjafarþing — 30. fundur,  24. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[23:52]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni þetta svar. Ég hef aðrar hugleiðingar sem mig langar að bera undir hv. þingmann, þ.e. hvort hv. þm. Unnur Brá Konráðsdóttir telji að við Íslendingar sem þjóð getum staðið undir þeim skuldbindingum sem þetta frumvarp, verði það að lögum, felur í sér fyrir okkur. Er það fræðilegur möguleiki að við getum greitt þessar skuldir? Eins langar mig að spyrja hv. þingmann hvort hún telji að það að við samþykkjum Icesave sé inngöngumiði í Evrópusambandið fyrir Ísland.