138. löggjafarþing — 34. fundur,  28. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[14:52]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég vil taka undir orð hv. þm. Margrétar Tryggvadóttur, um að gert verði hlé á fundi á meðan á mótmælum stendur á milli kl. 15.00 og 15.30. Það er margt þarna sem væri hollt og gott fyrir okkur að hlusta á. Ég þekki til ræðumanna sem þarna eru og það er hollt og gott fyrir okkur þingmenn að fá að heyra þetta neyðarkall frá heimilunum í landinu þannig að við getum unnið vinnuna okkar betur í fjárlagagerðinni.

Ég vil jafnframt ítreka að mér finnst skrýtið að ekki sé gert matarhlé. Ég er t.d. ekkert búin að borða neitt frá því í morgun, ég er frekar svöng. En þá verð ég bara að skrópa og fara á mótmælafundinn ef við fáum ekki hlé og koma með mat inn í sal.