138. löggjafarþing — 34. fundur,  28. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[17:15]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir ágæt og greinargóð svör eins og við var að búast. Þá langar mig til að spyrja, af því að hann talaði um jafnræði og það var talað um Daniel Gros í því sambandi og jafnræði milli innlánstryggingarsjóða, hvernig er með jafnræðið milli banka? Nú er það þannig að Bretar hafa með þessu samkomulagi þvingað Íslendinga til að veita ríkisábyrgð á innlán erlendis í Landsbankanum. Hvernig er með Edge-reikninga Kaupþings sem ekki njóta slíkrar ríkisábyrgðar? Gæti ekki verið að við fengjum dóm frá ESA um að þetta sé bannað?