138. löggjafarþing — 34. fundur,  28. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[19:48]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Forseti vill geta þess að þingsköpin hafa alla tíð verið túlkuð á þennan hátt og geta hv. þingmenn fengið upplýsingar um það. (Gripið fram í: Getur forseti komið með fordæmi?) Forseti mun leita eftir fordæmum en þetta er regla og þingsköpin hafa alltaf verið túlkuð þannig.