138. löggjafarþing — 36. fundur,  3. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[05:01]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (um fundarstjórn):

(Gripið fram í: Er þetta ekki eftir röð?)

(Forseti (ÁÞS): Eftir því sem forseti kemst næst er þetta röðin.)

(Gripið fram í: Þetta er ekki röðin.)

Virðulegi forseti. Ég þakka þér fyrir að hleypa mér hér að. Ég var búinn að gefa merki fyrir töluvert löngu þannig að ég efa það ekkert að þetta sé rétt röð, hv. þingmaður, bið þig bara að vera rólegan. Þú kemst örugglega að.

Virðulegi forseti. Mig langar að leggja áherslu á að spurningunni um lögmæti fundarins verði svarað. Það kann að vera að það séu eðlilegar skýringar á því að dyrnar hafi verið læstar fyrir almenning sem vill fylgjast með fundinum. Dyrnar kunna t.d. að hafa hviklæst eða hrokkið í lás, hurðin skellst aftur eða eitthvað, en það er mjög mikilvægt að forseti upplýsi hvort fundurinn hafi verið lokaður og sé þá lokaður. Við höfum ekkert verið upplýst um það hvort það sé búið að opna fundinn hafi þetta verið svona. En mig langar líka að vekja athygli herra forseta á þeim spurningum sem ég beindi til hans áðan og hann man örugglega eftir.