138. löggjafarþing — 37. fundur,  3. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[14:40]
Horfa

Árni Johnsen (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held að skýringin sé sú að hv. forsætisráðherra Íslands, Jóhönnu Sigurðardóttur, finnst dónaskapur að gera athugasemdir við vilja Evrópusambandsins, bara dónaskapur. (Gripið fram í.) Það er skiljanlegt því að eðli manna er yfirleitt það að vera kurteisir. En þetta snýst ekki um það. Þetta snýst um það að vera á varðbergi fyrir Ísland, ekki að sýna einhverja misskilda kurteisi gagnvart erlendum þjóðum.

Hæstv. forsætisráðherra hefur látið hafa það eftir sér að hún kannist ekki við neinar hótanir. Í hvaða heimi lifir hæstv. forsætisráðherra sem er búin að vera áratugi á Alþingi Íslendinga? (Forseti hringir.) Kannski er það vegna þess að (Forseti hringir.) ráðherrann segist ekki tala útlensku.