138. löggjafarþing — 37. fundur,  3. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[18:43]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Höskuldur Þórhallsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég heyri að við hv. þm. Ásbjörn Óttarsson erum sammála um að það ber að taka mjög alvarlega þegar einhverjir af færustu lögmönnum landsins og reynslumestu ekki síst koma fram með sitt álit og leggja líka í það að setja það fram skriflega og óttast ekki að þeirra spor verði sett á þetta umdeilda mál. Það þótti mér afar gott.

En það er annað sem mig langaði að spyrja hv. þingmann út í. Við óskuðum eftir því í fjárlaganefnd að málið yrði rætt betur innan nefndarinnar, sérstaklega að farið yrði yfir álit efnahags- og skattanefndar. Það komu fjögur mismunandi álit og í rauninni ekkert meirihlutaálit sem var mjög sérstakt, nefndin og ríkisstjórnin eða meiri hlutinn var margklofin í málinu. Þykir hv. þingmanni þetta ekki brjóta í bága við eðlilega starfshætti Alþingis og kannski skýra það að við þurfum að ræða þetta mál í hörgul?