138. löggjafarþing — 43. fundur,  14. des. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[22:24]
Horfa

Þuríður Backman (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það mætti halda að við keyrðum hér allt í kaf, flyttum öll úr landi og mundum ekki einu sinni líta til baka. (Gripið fram í.) Hér er allt í kaldakoli og allt að fara til fjandans, svo ég noti sterk orð og blóti í ræðustóli hæstv. Alþingis. Menn tala eins og þeir heyri ekki þær tölur sem koma fram um minna atvinnuleysi og betri stöðu ríkissjóðs en búist var við. Núverandi ríkisstjórn er að reyna að koma á réttlátara skattkerfi. Við sjáum ekki ljósið í séreignarsparnaðinum einum saman. Við sjáum ekki að allt verði óbreytt eins og árið 2007 með því að koma á skatti á séreignarsparnað einum saman. Þar greinir okkur á um leiðir. Gefið okkur tækifæri (Forseti hringir.) til að bera ábyrgð á þeirri leið sem við viljum (Forseti hringir.) fara.