138. löggjafarþing — 46. fundur,  16. des. 2009.

hlutafélög og einkahlutafélög.

71. mál
[13:14]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Herra forseti. Í vor steig ég í fyrsta skipti í þennan ræðustól til að tjá mig um þetta frumvarp sem lá í fyrsta sinn fyrir þinginu. Þá lagði ég til að viðskiptanefnd tæki af skarið og setti í lög kynjakvóta í stað þess að mælast til þess að gætt væri að kynjahlutföllum. Það er í samræmi við stefnu Samfylkingarinnar, það er í samræmi við sannfæringu mína sem femínista. Ég fagna því mjög að hafa tækifæri í dag til að greiða atkvæði með þessari tillögu sem ég tel að verði til hagsbóta fyrir íslenskt atvinnulíf, fyrir íslenskar konur, karla og komandi kynslóðir.