138. löggjafarþing — 49. fundur,  17. des. 2009.

stuðningur við fyrirhugað gagnaver.

[10:49]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr):

Frú forseti. Það er skemmtilegt að sjá hversu viðkvæmur hæstv. iðnaðarráðherra er fyrir þessu. Ég var ekki að væna hæstv. iðnaðarráðherra um eitt eða neitt, ég spurði bara um siðferðisþrek.

Mér þætti vænt um að vita hvort hæstv. iðnaðarráðherra þyki það auka á trúverðugleika okkar á alþjóðamarkaði að láta — og það sem hæstv. iðnaðarráðherra kallar minni hluta eða minnihlutaeign í þessu ævintýri eru 40%. Það þykir ansi hátt hlutfall. Ég spyr hæstv. iðnaðarráðherra hvernig hún hyggist þynna út hlut Björgólfs Thors Björgólfssonar í þessu ævintýri sínu.