138. löggjafarþing — 49. fundur,  17. des. 2009.

tekjuskattur.

81. mál
[11:17]
Horfa

Frsm. meiri hluta efh.- og skattn. (Magnús Orri Schram) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Já, ég er hjartanlega sammála hv. þm. Vigdísi Hauksdóttur um að það er sama hvaðan gott kemur. Ég veit af því að Framsóknarflokkurinn hefur haft það á stefnuskrá sinni að styðja við nýsköpun og ég held að svo sé um flesta ef ekki alla stjórnmálaflokka án þess að ég þekki til þess sérstaklega. Þess vegna getum við öll verið sammála um að gott er að frumvarpið er komið fram og vonandi verður það að veruleika sem allra fyrst.

Hvað varðar spurningu hv. þingmanns um skattafslátt til starfsmanna og að hann yrði rýmri var það þó nokkuð rætt fyrir nefndinni en það var álit meiri hluta efnahags- og skattanefndar að stíga það skref ekki að þessu sinni en hafa það til skoðunar þegar lögin koma til endurskoðunar.