138. löggjafarþing — 49. fundur,  17. des. 2009.

fjármálafyrirtæki.

258. mál
[16:24]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Hér er um að ræða frumvarp sem þótt ekki sé stórt í sniðum er mikilvægt að fara vel yfir. Athugasemdir hafa komið fram um það að hér geti hugsanlega verið um afturvirkni að ræða. Við förum því fram á það að málið verði kallað aftur til nefndar og við fáum þar fulltrúa réttarfarsnefndar til að fara yfir málið. Það er nákvæmlega á svona tímum, virðulegi forseti, þegar menn vinna hlutina hratt og forgangsröðin er ekki rétt, sem mikil hætta er á mistökum en við gerum hvað við getum þó að á hlaupum sé til að reyna að koma í veg fyrir það.