138. löggjafarþing — 55. fundur,  19. des. 2009.

framhaldsskólar.

325. mál
[18:23]
Horfa

Lilja Mósesdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég vil útskýra það hvers vegna verið er að taka út mál í viðskiptanefnd á þessum degi eða nú í matarhléi. Ástæðan er sú að forseti Alþingis fór fram á það við formann og varaformann viðskiptanefndar að mál varðandi innstæðutryggingarsjóðinn yrði tekið út í dag í stað þess að taka málið út snemma morguns á mánudaginn. Ég sem formaður viðskiptanefndar ákvað að verða við þessari beiðni. Ég vil geta þess að viðskiptanefnd hefur fundað stíft um það mál sem tekið verður út í kvöld og öll álitaefni hafa verið rædd í þaula og nefndarálitið sem verður tekið út í kvöld ætti ekki að koma neinum á óvart (Forseti hringir.) sem sitja í nefndinni.