138. löggjafarþing — 59. fundur,  22. des. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[09:59]
Horfa

Þuríður Backman (Vg):

Hæstv. forseti. Ábyrgð á málefnum aldraðra fluttist til félagsmálaráðherra fyrir um ári og því var svo fylgt eftir í fjárlagafrumvarpinu eins og það birtist núna fyrir árið 2010.

Stjórnarmeirihlutinn telur að það sé kominn tími til þess að færa félagslega þjónustu aldraðra til félagsmálaráðuneytisins og þá þjónustu sem að mestu leyti byggir á félagslegum úrræðum. Stjórnarmeirihlutinn hefur náð samkomulagi um að taka þessi skref í áföngum og þeir áfangar birtast á þskj. 544 í töluliðum 16–26 og 27–39. Ég get því ekki stutt þessa tillögu og segi nei.