138. löggjafarþing — 63. fundur,  28. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[21:38]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Já, ég óska eftir því að fá þetta útprentað hjá hv. þingmanni. Ég veit ekki hvort hv. þingmaður kallar það annarleg sjónarmið að hafa þessa ást á Evrópusambandinu. Það kunna að vera ekki neitt annarleg sjónarmið. Ég er hins vegar sannfærður um það, eftir að hafa hlustað hér á þær fáu ræður sem samfylkingarþingmenn hafa flutt og lesið þau gögn, bæði leynigögn og önnur sem fylgja þessu máli, að það er ekkert annað á bak við þessa ótrúlegu hörku Samfylkingarinnar við að svínbeygja Vinstri græna og þingið til að samþykkja þetta annað en ást á Evrópusambandinu.