138. löggjafarþing — 63. fundur,  28. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[22:14]
Horfa

Róbert Marshall (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Þær fullyrðingar sem fram koma í máli hv. þingmanns eru út úr öllum kortum og ekki svaraverðar. Hvað á þingmaðurinn við með því að verið sé að afsala sér náttúruauðlindum þjóðarinnar með þessum samningi? (Gripið fram í.) Það er algjörlega út úr öllum kortum að koma hingað í ræðustól og halda slíku fram. Það hlýtur að vera hægt að gera þá kröfu til hv. þingmanna að þeir rökstyðji svona fullyrðingar. (VigH: Í ræðu minni á eftir, þú verður að hlusta á hana.) Ég mun hlusta með athygli á hana.