138. löggjafarþing — 65. fundur,  30. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[15:58]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Höskuldur Þórhallsson) (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Við stjórnarandstöðuþingmenn höfum bara ekki undan að taka saman alla þá tölvupósta sem nú berast fjárlaganefnd. Það sem vekur athygli eftir að hafa rennt yfir þá stuttlega er að þar er bent á að þær upplýsingar sem við höfum fengið að undanförnu séu ekki alls kostar réttar. Það er grafalvarlegt í mínum huga og vekur upp fleiri spurningar. Nú þegar stangast framburður einstakra manna verulega á en það er alvarlegt ef þeir fulltrúar, þeir embættismenn sem hafa komið fyrir nefndina, hafa ekki farið með rétt mál.

Ég ekki í neinni aðstöðu til þess að meta það en ég held að fjárlaganefnd ætti að skoða málin og hugsanlega að kalla þessa aðila aftur fyrir nefndina. (Forseti hringir.) Ég kom hér upp til að benda (Forseti hringir.) á að formenn flokkanna ætluðu að hittast en ég heyrði að því hefði verið frestað. Getur það verið rétt, frú forseti?

(Forseti (ÞBack): Ég vil minna hv. þingmenn á að halda sig nær dagskrárliðnum um fundarstjórn forseta og fara ekki mikið í efnislega umræðu.)