138. löggjafarþing — 65. fundur,  30. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[21:57]
Horfa

Illugi Gunnarsson (S):

Frú forseti. Ég hef verið í hópi þeirra sem hafa viljað fara varlega í það að beita þjóðaratkvæðagreiðslu og ekki viljað gera slíkt nema að vel athuguðu máli. (Gripið fram í: Daginn fyrir …) En í þessu máli er það svo að gangi það fram geta afleiðingar þess orðið svo alvarlegar fyrir íslenska þjóð að það eru þung og sterk rök fyrir því að þjóðin kveði sjálf upp sinn dóm í þessu máli. Það verður sár í þjóðarsálinni ef þetta mál fær ekki að fara til þjóðarinnar og þjóðin að segja skoðun sína beint. Þess vegna, frú forseti, segi ég já við þessari breytingartillögu að vel athuguðu máli. Ég segi já við því að þjóðin fái að segja sína skoðun því að það er þjóðin sem á að (Forseti hringir.) borga þennan reikning ef frumvarpið verður að lögum.