138. löggjafarþing — 78. fundur,  22. feb. 2010.

frestun nauðungarsölu og flýtimeðferð einkamála.

392. mál
[18:16]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir þessi svör. Ég vil bara undirstrika hversu brýnt er að hraða þessu máli sem mest því að það skiptir auðvitað sköpum fyrir hag þeirra einstaklinga sem standa frammi fyrir því núna að mál þeirra eru í meðferð, að þetta gangi hratt fyrir sig. Oft og tíðum eru þetta ekki bara samningar um einkabíla heldur er verið að tala um ýmis atvinnutæki sem greiða á með íslenskum krónum verðtryggt miðað við erlenda mynt. Það skiptir því miklu fyrir viðkomandi að hann geti haldið áfram rekstri fyrirtækis síns og lendi ekki í því að atvinnutækið verði tekið af honum meðan réttaróvissa ríkir varðandi þessi mál. Svo vil ég undirstrika að ég tel mjög brýnt að vinnu við frumvarpið verði hraðað í nefnd eins og hægt er svo það geti orðið að lögum.