138. löggjafarþing — 84. fundur,  2. mars 2010.

hlutafélög og einkahlutafélög.

71. mál
[15:59]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég stend hér jafnkeik og ég stóð þegar ég sagði að löggjafinn hefði unnið þannig að hann tæki á móti verkefnum frá framkvæmdarvaldinu en hefði sjaldnar eða aldrei haft frumkvæði sjálfur að því að búa til frumvörp og koma málum þannig fram. Það er engin breyting fólgin í því hér vegna þess að þetta frumvarp er lagt fram af ráðherranum, það er ekki lagt fram af þingmönnum sem vilja koma með frumvarp þess eðlis að breyta kynjahlutföllum. Þetta er breytingartillaga við frumvarp sem komið er fram. Þannig hefur alltaf verið unnið á Alþingi, hv. þm. Eygló Harðardóttir, alltaf, og það á ekkert skylt við það sem ég sagði hér í miðju hruni, að þingmenn sjálfir þyrftu að taka af skarið og koma með frumvörp (Forseti hringir.) í stað þess að taka alltaf við þeim úr hendi ráðherra. (Forseti hringir.) Það hefur ekkert breyst í þeim efnum. (Gripið fram í.)