138. löggjafarþing — 86. fundur,  4. mars 2010.

hlutafélög og einkahlutafélög.

71. mál
[11:21]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég fagna stuðningi fólks úr öllum stjórnmálaflokkum á Alþingi nema að sjálfsögðu Sjálfstæðisflokknum við þetta mikla og stóra jafnréttismál. Fyrirspurn mín til hæstv. fjármálaráðherra um kynjahlutföll við skipan bankanna í stjórnir fyrirtækja sem þeir hafa tekið yfir, sýna að hrunið breytti ekki mannlegu eðli. Þar var körlum raðað í stjórnir nánast eingöngu. Stöku konu má finna í nýskipuðum stjórnum (Gripið fram í.) yfirtekinna fyrirtækja bankanna. (Gripið fram í.)

Frú forseti. Ég fagna því að í dag sýnir Alþingi pólitískan vilja í verki með því að lögfesta valddreifingu í atvinnulífinu og stíga mikilvægt skref í átt til jafnréttis.