138. löggjafarþing — 101. fundur,  25. mars 2010.

greiðsluuppgjör á opinberum gjöldum lögaðila og einstaklinga í atvinnurekstri.

446. mál
[17:36]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Hér er verið að tryggja greiðsluúrræði fyrir þá sem lent hafa í vanskilum við þær erfiðu aðstæður sem verið hafa í samfélagi okkar undanfarið og reyna að skapa skilyrði til þess að menn fari að standa á skil á sköttum frá mánuði til mánaðar af sínum vanalega rekstri og geti síðan með nokkrum ívilnunum fengið að takast á við þann skuldavanda sem þeir hafa safnað upp. Ég þakka hv. þingmönnum stjórnarandstöðunnar fyrir góð orð um frumvarpið og samvinnuna um afgreiðslu málsins í nefndinni.