138. löggjafarþing — 106. fundur,  15. apr. 2010.

rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða, skýrsla nefndar skv. lögum nr. 142/2008.

[12:30]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Í dag gerðist sá einstaki atburður á Alþingi að hæstv. forseti gerði lítið úr annars ágætri ræðu hv. þm. Vigdísar Hauksdóttur. Það sem hv. þingmaður gerði var að gagnrýna störf Alþingis, gagnrýna innviði Alþingis og það hvernig málum er háttað. Mig langaði til að spyrja hæstv. forseta, vegna þess að ég hef hugsað mér að gera slíkt hið sama í minni ræðu og tel að við þurfum að gera bragarbót á starfsháttum hér: Verður mér gefin einkunn úr ræðustól? Verður mér gefin einkunn af forseta Alþingis? Það er ágætt að fá að vita slíkt fyrir fram. En ég tel brýnt, vegna þess að ég tel að þetta hafi verið ómaklegt og ósanngjarnt af forseta Alþingis, að þetta verði rætt í forsætisnefnd.