138. löggjafarþing — 116. fundur,  30. apr. 2010.

frumvarp um ein hjúskaparlög.

[12:21]
Horfa

Auður Lilja Erlingsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. dóms- og mannréttindamálaráðherra svarið. Þegar umræða um réttindi og skyldur þjóðkirkjunnar fer fram er fólk æðioft beðið um að fara varlega í sakirnar, forðast sleggjudóma og vera þolinmótt því að þjóðkirkjan þurfi tíma til að vinna í sínum málum, skoða trúarsetningar sínar, og að betra sé að breytingar sem þessar verði innan frá fyrir tilstuðlan presta og með þeirra stuðningi en ekki með þvingunum af hálfu löggjafarvaldsins.

Ég get vel skilið þessi sjónarmið hvað sumt varðar en ég get ekki skilið það og liðið að á sama tíma og þjóðkirkjan er studd og vernduð af íslenska ríkinu megi hún viðhafa mismunun gagnvart minnihlutahópum. Það misbýður réttlætiskennd minni.