138. löggjafarþing — 118. fundur,  6. maí 2010.

dómstólar.

[10:56]
Horfa

dómsmála- og mannréttindaráðherra (Ragna Árnadóttir):

Virðulegi forseti. Ég þakka hvatninguna og að sjálfsögðu er málið, eins og ég hef lýst, til skoðunar í ráðuneytinu. Ég tel einmitt að það sé brýnt að huga vel að því hvaða forsendur liggja að baki ákvörðunum eða tillögunum og það þarf að vinna þær nokkuð vel. En það er hægt að gera það nokkuð hratt vegna þess að tillögur um millidómstig liggja þegar fyrir og er í rauninni hægt að hefjast handa við að undirbúa það en þá þarf auðvitað að tryggja fjármagn.

Ég ætla að koma aðeins inn á þetta með sérþekkinguna því að það er auðvitað brýnt að dómsvaldið hugi að því að efla sérþekkingu á efnahagsbrotum innan sinna raða og hef ég hvatt til þess. Það er alveg ljóst að embætti sérstaks saksóknara hefur verið eflt en það þarf að efla það mun frekar til þess að unnt sé að sinna þeim verkefnum sem í vændum eru.