138. löggjafarþing — 119. fundur,  7. maí 2010.

heimild til samninga um gagnaver í Reykjanesbæ.

320. mál
[12:47]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég bar von í brjósti um að hér á landi mundi eitthvað breytast eftir hrunið. Við stöndum hér um hábjartan dag með galopin augu og erum að fara að samþykkja að færa einum stórum geranda í hruninu gæði á nýjan leik. En það er kannski ekki von á góðu á meðan enn þá sitja í ríkisstjórninni þrír ráðherrar sem sátu í hrunstjórninni. Frú forseti. Hér breytist ekki neitt, því miður, þrátt fyrir marga nýja þingmenn á þingi. Ég segi nei við þessum gjörningi.