138. löggjafarþing — 123. fundur,  14. maí 2010.

utanríkis- og alþjóðamál.

611. mál
[13:45]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Eins og ég sagði áðan eru tæpir tíu mánuðir frá því að umsóknin var lögð fram. Ég endurtek það sem ég sagði áðan, ég tel þetta með merkilegri skrefum sem stigin hafa verið í íslenskum utanríkismálum. Samningaviðræður hafa ekki hafist enn, fyrst og fremst vegna þess að svo flókin málsmeðferð hefur verið samþykkt í Þýskalandi að þingið þar þurfti að samþykkja áður en hægt var að leggja þetta fyrir ráðherraráðið. Það hefst væntanlega í næsta mánuði eða þarnæsta. Já, ég held að þetta sé bara í mjög góðu ferli eins og það er. Ég hef engar áhyggjur af þessu, ekki nokkrar.