138. löggjafarþing — 126. fundur,  18. maí 2010.

fjármálafyrirtæki.

343. mál
[15:15]
Horfa

Magnús Orri Schram (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er ósammála hv. þingmanni um að við séum að gera afdrifarík mistök. Við erum að gera rétt, við erum að gera jákvæða hluti, við erum að taka góð skref fram á við í að styrkja löggjöf um fjármálakerfið á Íslandi.

Eins og ég rakti í ræðu minni erum við að leggja til fjölmarga jákvæða þætti sem ég tel að við eigum ekki að gefa neinn afslátt af. Skýr stefnumótun um það hvernig fjármálamarkað við viljum hafa hér til lengri tíma er umræða sem mun taka langan tíma, hún mun taka langan tíma á vettvangi þingsins og hún þarf að fara fram úti í samfélaginu meðal hagsmunaaðila o.s.frv. Ég er ekki tilbúinn til að gefa afslátt af því að fara í gang með nauðsynlegar umbætur til að svo megi verða.