fjármálafyrirtæki.
Frú forseti. Ég þakka hv. þm. Lilju Mósesdóttur fyrir ræðu hennar sem var ágæt og sannfærði mig um að ef hún væri í stóli efnahags- og viðskiptaráðherra værum við líklega með í höndunum miklu skynsamlegra og ítarlegra frumvarp til breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki.
Ég vil spyrja hv. þingmann að því hvort ég skilji hana rétt að hún telji og líti þannig á að hér sé aðeins hálfkarað verk og það sé nauðsynlegt að viðskiptanefnd vinni að málinu í sumar og haust og komi með fullmótaðar tillögur, þar sem ekki aðeins er tekið á fjármálafyrirtækjum heldur öllum helstu atriðum er við koma fjármálamarkaðnum og ég hef oftar en einu sinni vikið að.