138. löggjafarþing — 128. fundur,  31. maí 2010.

fjármálafyrirtæki.

343. mál
[16:08]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það var sem mig grunaði, það virðist hafa orðið einhver grundvallarmisskilningur um það sem er að gerast á Bandaríkjaþingi og hvað er að gerast hér í sambandi við það hvernig á að skilja að viðskiptabankastarfsemi og fjárfestingarbankastarfsemi. Þar liggur bannið við eigin viðskiptum. Þar er ekki talað um eigin hluti. Sem sagt, til að rugla ekki saman fjárfestingarbankastarfsemi og viðskiptabankastarfsemi, þá mega bankarnir ekki eiga eigin viðskipti eða það sem á ensku er kallað „proprietary trading“. Þetta er það sem er verið að banna, ekki viðskipti með eigin hluti. Það hefur ekkert með þetta að gera og breytir engu í sambandi við viðskiptabankastarfsemi og fjárfestingarbankastarfsemi.