fjármálafyrirtæki.
Virðulegi forseti. Ég heyri að hv. þm. Tryggvi Þór Herbertsson hefur kynnt sér þessa löggjöf sem er í smíðum á Bandaríkjaþingi og það er gott. (TÞH: Ég var með 20 mínútna ræðu um þetta.) Það getur vel verið að ég hafi blandað saman þeirri löggjöf og tillögu sem ég hef m.a. skrifað grein um varðandi hvernig hægt væri að aðskilja betur fjárfestingarstarfsemi og viðskiptabankastarfsemi. Þar er m.a. lögð til þessi leið sem ég talaði um, að banna viðskiptabönkum að eiga viðskipti með eigin hlut. Það er til að draga úr áhættunni. Gagnrýnin á þessa samþættingu er sú að hún auki áhættu bankakerfisins og leiði til hagsmunaárekstra, eins og þegar viðkomandi banki selur eigin hlutabréf í dótturfélögum sínum eða hlutabréfasjóðum sínum.