138. löggjafarþing — 129. fundur,  1. júní 2010.

fjármálafyrirtæki.

343. mál
[15:32]
Horfa

Sigurður Kári Kristjánsson (S):

Virðulegi forseti. Í þessum lið á breytingartillöguskjalinu er lagt til að við frumvarpið bætist ný grein sem varðar heimildir slitastjórna til að geymslugreiða eða depónera kröfur áður en leiddur hefur verið til lykta ágreiningur um viðurkenningu þeirra. Eins og ég sagði er þetta ný grein sem lagt er til að bætist við frumvarpið. Það ákvæði sem hér er lagt til getur varðað gríðarlega hagsmuni. Það hefur ekki fengið efnislega yfirferð í nefndinni. Sjálfstæðismenn eru svo sem ekki fyrir fram mótfallnir því að þessi breyting verði gerð á frumvarpinu en í ljósi þeirra miklu hagsmuna sem hér er um að ræða varðandi slitastjórnir, bankakerfið og fjármálastofnanirnar allar leggjum við mikla áherslu á að um þetta atriði fari fram víðtæk umræða í viðskiptanefnd (Forseti hringir.) áður en við tökum efnislega afstöðu til frumvarpsins. Við sitjum því hjá.